Hljóð og hljóðdeyfing í loftræstikerfum.
Samkvæmt áætlunar fyrirtækisins um endurmenntun, sátu starfsmenn Blikkrásar námskeið um hljóð og hljóðdeyfingu í
loftræstikerfum. Námskeiðið var haldið 3. og 4. mars í samvinnu við Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins,. Námskeiðið
fór fram í húsnæði Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri, að Draupnisgötu. Námskeiðið sátu allir
fagmenntaðir starfsmenn fyrirtækisins.
Kennari var Steindór Guðmundsson verkfræðingur, hjá VST.
Ágrip af námskeiðinu:
Farið var í einfalda hljóðtæknilega útreikninga. Fjallað var um helstu uppsprettur hljóðs í loftræstikerfum og varnir gegn
óæskilegri hljóðmyndun.
Farið var yfir undirstöðuatriði í hönnun loftræstikerfa m.t.t hljóðs frá kerfum, kynnt voru helstu aðferðir til
hljóðdeyfingar
Markmið námskeiðsins
Að námskeiði loknu eiga þeir sem sátu námskeiðið að:
Gera sér grein fyrir mikilvægi hljóðtæknilegrar hönnunar loftræstikerfa
Þekkja helstu grunnhugtök hljóðfræðinnar
Þekkja helstu orsakir hljóðmyndunar og kunna helstu aðferðir til að dempa hljóð.
Þekkja helst kröfur reglugerðar um hljóðstig í húsum.
Menn voru mjög ánægðir með námskeiðið og mun það nýtast okkur vel í framtíðinni.
Þökkum við Steindóri, FM og FMA, kærlega fyrir okkur.